Category: Events @is

Feminist Resistance to the Rise of Nationalism and Populism

RINGS Conference and General Assembly

The RINGS Conference “Feminist Resistance to the Rise of Nationalism and Populism” will be held 4–6 October 2017 at the University of Iceland. It is organized by the EDDA Research Center and RIKK – Institute for Gender, Equality and Difference in collaboration with the United Nations Gender Equality and Training Programme (UNU-GEST). RINGS, the International Research Association of Institutions of Advanced Gender Studies, is a global association of centres of advanced gender studies. The participating centres span Africa, Australia, the Caribbean, Europe and North America. Two previous conferences and assembly meetings have been held since the inauguration of RINGS in October 2014 at Örebro University: the first one in Prague in 2015 and the second in Cape Town in 2016. Read more »

Ný vefsíða GEST

Alþjóðlegur jafnréttisskóli (GEST) hefur opnað nýja vefsíðu. Alþjóðlegur jafnréttisskóli er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. Meginmarkmið skólans er að skipuleggja og bjóða upp á nám og þjálfun sem miðar að því að auka getu stofnana og einstaklinga, sem koma að uppbyggingu og framkvæmd jafnréttisstarfs í þróunarlöndum og á fyrrum átakasvæðum. Uppbygging og þróun skólans fer fram í náinni samvinnu við EDDU – öndvegissetur.
Smellið hér til að sjá nýju heimasíðuna.

Hádegisfyrirlestrar RIKK

Hinn 27. janúar næstkomandi hefst fyrirlestraröð Rannsóknastofu í kvenna – og kynjafræðum (RIKK) á vormisseri. RIKK er ein helsta samstarfsstofnun EDDU – öndvegisseturs. Fyrirlestrarnir verða haldnir í stofu 132 í Öskju og verða annan hvern fimmtudag. Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) hefur staðið fyrir hádegisfyrirlestrum frá því árið 1985 þegar áhugahópur um stofnun RIKK var settur á laggirnar. Árið 1991 var RIKK stofnuð og á því 20 ára afmæli nú á 100 ára afmælisári Háskóla Íslands. Í ár hefst dagskrá RIKK með fyrirlestri Ástríðar Stefánsdóttur, dósents í siðfræði við Menntavísindasvið: „Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna.“ Fjölmargir aðrir fyrirlestrar fylgja í kjölfarið, til dæmis mun Sigrún Sigurðardóttir, doktorsnemi við Íslensku og menningardeild og styrkþegi EDDU, flytja fyrirlesturinn „Af ástæðuríkum ótta: Konur sem hælisleitendur“. Einnig mun Jyl Josephson, dósent í stjórnmálafræði við Rutgers-háskóla í Bandaríkjunum, flytja fyrirlesturinn „Obama’s Fatherhood Initiative: New Fathers or Neopatriarchy?”, en Jyl er Fulbright kennari á vegum RIKK og þátttakandi í EDDU-öndvegissetri.

Kreppa og endurnýjun: Annað kall

EDDA – öndvegissetur, NORDWEL og REASSESS kalla eftir ráðstefnupappírum fyrir ráðstefnuna Crisis and Renewal: Welfare States, Democracy and Equality in Hard Times. Skilafrestur á útdráttum er 1. febrúar næstkomandi. Smellið hér til að fá nánari upplýsingar.

Verkefni EDDU styrkt af Rannís

Í lok síðustu viku tilkynnti Rannís um úthlutanir úr Rannsóknarsjóði fyrir árið 2011. Á meðal styrkþega voru tveir þátttakendur í EDDU, þau Arna Hauksdóttir og Kristinn Schram, sem bæði hlutu rannsóknarstöðustyrk til 3 ára. Read more »