Verkefni EDDU styrkt af Rannís

Í lok síðustu viku tilkynnti Rannís um úthlutanir úr Rannsóknarsjóði fyrir árið 2011. Á meðal styrkþega voru tveir þátttakendur í EDDU, þau Arna Hauksdóttir og Kristinn Schram, sem bæði hlutu rannsóknarstöðustyrk til 3 ára.

Verkefni Örnu ber heitið Áhrif efnahagshrunsins á heilsufar Íslendinga, en verkefni Kristins heitir Þverþjóðleg iðkun Íslendinga á þjóðfræði og ímyndum Norðursins.EDD