11.-12. nóvember 2010 flytur nepalski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Kunda Dixit tvo opna fyrirlestra við Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir er haldnir á vegum EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST). Sjá nánar hér.

Fyrra erindið ber heitið „Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla og fer fram fimmtudaginn 11. nóvember, kl. 16.30, á Háskólatorgi, stofu 105. Í fyrirlestrinum mun Kunda Dixit fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, eða hvernig hlýnun jarðar er að bræða hina miklu vatnsturna Asíu. Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heim­inum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?

Fundarstjóri er Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur.

 

Kunda Dixit útskrifaðist í blaðamennsku frá Columbia Univeristy School of Journalism. Hann hefur einnig háskólabakgrunn í jarðfræði og fylgist náið með áhrifum loftslagsbreytinga á jökla Himalæjafjalla og samfélög  og þjóðfélagsleg átök sem tengjast loftslagsbreytingum og nýtingu vatns. Kunda er rit­stjóri, blaðamaður, rithöfundur og útgefandi og hefur unnið bæði heima og erlendis, t.d. sem fréttamaður hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, en einnig fyrir Reuters, Time-Life og The Telegraph. Þá eru störf hans sem frumkvöðull að stofnun fréttastofuneta í Suður og Suðaustur Asíu athyglisverð þar sem hann vann ýmist sem ritstjóri eða framkvæmdastjóri. Kunda Dixit hefur gefið út bækur um borgarstríðið í Nepal, blaðamennsku og umhverfismál. Hann er höfundur Dateline Earth: Journalism As if the Planet Mattered sem er kennslubók fyrir blaðmenn. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um borgarastyrjöldina í Nepal sem bera heitin A People War, Never Again og People After War. Kunda Dixit er gestakennari við fjölmiðladeild Kathmandu­háskóla.

 

Sjá nánar

http://www.nepalitimes.com.np/issue/2009/12/04/Nation/16562

http://www.himalmag.com/Charting­change_nw3565.html

 

Nánari upplýsingar veita:

Irma Erlingsdóttir, 525 4634, irma@hi.is

Annadís G. Rúdólfsdóttir, 525 4278, annadis@hi.is