11.-12. nóvember 2010 flytur nepalski rithöfundurinn og blaðamaðurinn Kunda Dixit tvo opna fyrirlestra við Háskóla Íslands. Fyrirlestrarnir er haldnir á vegum EDDU – öndvegisseturs og Alþjóðlegs jafnréttisskóla (GEST). Sjá nánar hér.
Fyrra erindið ber heitið „Loftslagsbreytingar og bráðnun jökla Himalæjafjalla“ og fer fram fimmtudaginn 11. nóvember, kl. 16.30, á Háskólatorgi, stofu 105. Í fyrirlestrinum mun Kunda Dixit fjalla um áhrif loftslagsbreytinga á Himalæjafjöllin, eða hvernig hlýnun jarðar er að bræða hina miklu vatnsturna Asíu. Dixit mun sýna myndir frá Nepal, en á þeim sést glögglega að sífrerar Himalæjafjallanna eru að hverfa um þrisvar sinnum hraðar en á öðrum stöðum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á Nepal og svæðið sem heild? Hvernig geta fátæk lönd tekist á við vandamál sem þau áttu engan þátt í að skapa? Hvernig fjalla fjölmiðlar um þetta ástand?
Fundarstjóri er Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur og rithöfundur.
Kunda Dixit útskrifaðist í blaðamennsku frá Columbia Univeristy School of Journalism. Hann hefur einnig háskólabakgrunn í jarðfræði og fylgist náið með áhrifum loftslagsbreytinga á jökla Himalæjafjalla og samfélög og þjóðfélagsleg átök sem tengjast loftslagsbreytingum og nýtingu vatns. Kunda er ritstjóri, blaðamaður, rithöfundur og útgefandi og hefur unnið bæði heima og erlendis, t.d. sem fréttamaður hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir breska ríkisútvarpið, BBC, en einnig fyrir Reuters, Time-Life og The Telegraph. Þá eru störf hans sem frumkvöðull að stofnun fréttastofuneta í Suður og Suðaustur Asíu athyglisverð þar sem hann vann ýmist sem ritstjóri eða framkvæmdastjóri. Kunda Dixit hefur gefið út bækur um borgarstríðið í Nepal, blaðamennsku og umhverfismál. Hann er höfundur Dateline Earth: Journalism As if the Planet Mattered sem er kennslubók fyrir blaðmenn. Hann hefur einnig skrifað þrjár bækur um borgarastyrjöldina í Nepal sem bera heitin A People War, Never Again og People After War. Kunda Dixit er gestakennari við fjölmiðladeild Kathmanduháskóla.
Sjá nánar
http://www.nepalitimes.com.np/issue/2009/12/04/Nation/16562
http://www.himalmag.com/Chartingchange_nw3565.html
Nánari upplýsingar veita:
Irma Erlingsdóttir, 525 4634, irma@hi.is
Annadís G. Rúdólfsdóttir, 525 4278, annadis@hi.is