Fimmtudaginn 4. nóvember verður haldið málþing um jafnrétti, friðarferla og öryggismál í Þjóðminjasafninu, kl. 16.00-17.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru EDDA – öndvegissetur, GET – Alþjóðlegur jafnréttisskóli og Alþjóðamálastofnun við Háskóla Íslands.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti fyrir áratug ályktun 1325 um konur, frið og öryggi. Í ályktuninni er lögð áhersla á mikilvægi þess að tryggja konum þátttöku í uppbyggingarstarfi og friðarferlum. Þar eru Sameinuðu þjóðirnar og aðildarríki þeirra hvattar til að taka mið af reynslu og sýn beggja kynja í allri stefnumótun á því sviði. Stofnun um lýðræðisstjórn herja í Genf (DCAF, www.dcaf.is) gegnir mikilvægu hlutverki í umbótum og stjórnarháttum á sviði alþjóðlegra öryggismála. Anja Ebnöther, einn helsti sérfræðingur DCAF, mun fjalla um hindranir sem standa í vegi fyrir því að nota kynjafræðilega nálgun þegar umbætur eru gerðar sviði öryggismála og hvernig hægt er að yfirstíga þær til að tryggja öryggi og réttlæti fyrir konur og karla.
Í pallborði sitja
- Anja Ebnöther, aðstoðarframkvæmdastjóri og sérfræðingur við Stofnun um lýðræðisstjórn herja í Genf (DCAF)
- Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands
- Birna Þórarinsdóttir, stjórnmálafræðingur
- Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands