Föstudaginn 19. nóvember verður 10. fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni “Eilífðarvélin” sem Þjóðmálastofnun og EDDA – öndvegissetur standa fyrir.
Giorgio Baruchello fjallar um hagfræði og efnahagslífið frá heimspekilegu sjónarhorni. Í erindinu leggur hann megin áherslu á tvær hugmyndir. Sú fyrri er sú að vísindin geti verið hlutlaus þegar ke mur að lífsgildum. Sú seinni er tengsl verðmætamats og peninga. Hann greinir það gildismat sem að einkennir nýfrjálshyggjuna og ber það saman við hvernig nýfrjálshyggjan birtist í framkvæmd og færir rök fyrir valdakerfi alþjóðahagkerfisins einkennist af fámennisstjórn og forréttindum.
Giorgio Baruchello er prófessor við Félags- og hugvísindadeild við Háskólans á Akureyri. Hann lauk doktorsnámi í heimspeki frá Háskólanum í Guelph í Kanada. Á meðal þess sem hann rannsakar er félagsheimspeki, kenningar um gildi og verðmæti og hugmyndasaga. Hann ritstýrir tímaritinu Nordicum-Mediterraneum sem vistað er innan Háskólans á Akureyri.
Fyrirlesturinn fer fram í stofu 104 á Háskólatorgi og hefst klukkan 12.30.
Upplýsingar um fyrirlestraröðina er að finna á vefsíðu Eilífðarvélarinnar: http://www.ts.hi.is/eilifdarvelin