10. erindið í fyrirlestraröðinni Eilífðarvélin, sem Þjóðmálastofnun og EDDA – öndvegissetur standa fyrir.
Lögberg, stofa 103, föstudaginn 12. nóvember klukkan 12.0-13.00.
Í erindinu skoðar Magnús nýfrjálshyggjuna sem menningarlegt fyrirbæri, þ.e. hverskonar samfélagsmynd nýfrjálshyggjan kallaði eftir og hvernig samfélag það var sem hún þreifst í hér á landi. Útgangspunkturinn er breytingar á mörkum einkalífs og hin pólitíska (public vs. private) og hlutverk hins almenna borgara og þátttöku hans í samfélagi nýfrjálfshyggjunnar. Þessir þættir verða skoðaðir út frá hugmyndum bandaríska samfélagsrýnisins Thomas Frank um „markaðspopúlisma”. Hinn nýfrjálsi einstaklingur er maður sem að græðir á daginn og grillar á kvöldin og lætur sig samfélagsmál litlu varða. Hið ópólitíska samfélag sem af þessu leiðir er sett í samhengi við samfélagslegar og menningarlegar breytingar sem tengjast innreið fjöldaneyslusamfélagsins á Íslandi á síðustu þremur áratugum.
Magnús Sveinn Helgason, stundakennari við Háskólan á Bifröst. Magnús er hagsögufræðingur, fyrrv. starfsmaður Rannsóknarnefndar Alþingis og höfundur fimmta viðauka við skýrslu nefndarinnar. Magnús vinnur nú að doktorsritgerð sem fjallar um uppruna og sögu neyslusamfélagsins við Minnesotaháskóla í Bandaríkjunu.