University of Iceland, Askja, June 19-20, 2009.
The Icelandic Ministry for Foreign Affairs in cooperation with the University of Iceland is holding an international conference on UN Security Council Resolution 1325 in Reykjavík, 19-20 June 2009.
The conference’s main focus will be on the implementation of an important aspect of 1325: How to ensure that women are included in formal and informal peace processes. It will address current practices in structuring peace processes as well as obstacles to women’s participation. It will seek to evaluate policy options for governments, international organisations and NGOs for promoting women’s participation in and ownership of peace processes and post-conflict administration.
Ten speakers with a strong commitment to resolution 1325 and extensive practical and/or theoretical experience of conflict zones and peace processes share with us their knowledge, experience, ideas and, hopefully, some practical proposals for improving the implementation of 1325. The format will include panels and interactive workshops.
The conference will be held in English.
We would greatly welcome your participation in the conference. Information on registration, programme and list of speakers can be found on the website, www.1325.is.
Alþjóðleg ráðstefna um konur, frið og öryggi Utanríkisráðuneytið í samvinnu við Háskóla Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi dagana 19.-20. júní 2009.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er einn mikilvægasti hluti ályktunarinnar, þ.e. hvernig tryggja megi að konur taki með beinum hætti þátt í formlegum og óformlegum friðarferlum, þ.á.m. friðarumleitunum, friðarsamningum og friðaruppbyggingu. Á ráðstefnunni verður kannað hvaða leiðir eru færar fyrir stjórnvöld, alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök til að efla þátttöku og eignarhald kvenna á friðarferlum.
Tíu frummælendur með mikla þekkingu á ályktun öryggisráðsins nr. 1325 og umfangsmikla reynslu af friðarferlum á átakasvæðum munu segja frá reynslu sinni og hugmyndum um hvernig megi bæta framkvæmd ályktunarinnar. Að loknum framsögum verða pallborðsumræður og málstofur með þátttöku frummælenda.
Ráðstefnan er öllum opin að kostnaðarlausu og fer fram á ensku.
Tekið er á móti skráningum á vefslóðinni www.1325.is þar sem einnig er að finna frekari upplýsingar um ráðstefnuna.